<$BlogMetaData$

Palli bloggar

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Bueno es hablar, pero mejor es callar - a veces

Ég segi það sama og margir aðrir
It was fun while it lasted
nú er komið að því að setja á sig fjaðrir
í garðinn annasemi gengur
tími skemmtana, vinnu, skóla og dans
og því hef ég ákveðið um tíma að blogga ekki lengur
eða bara eins og Eva Björg orðaði það....
GAME OVER
allavega í smástund

sunnudagur, desember 18, 2005

One to go!

Þetta er allt að koma!!!! Langþreytan er farin að segja til sín og það fer að verða síerfiðara að vera hérna í 18 tíma á dag.... en það er bara þessi sunnudagur og svo mánudagur og svo próf á þriðjðudaginn til 18........ Ekki laust við að það sé kominn smá fílíngur í mann!

ZZzzzzzZZZzzzz......

hvernig er planið 21. des? Ég legg til að þeir sem eru búnir í prófum (og minntu okkur svona sérstaklega vel á það) að þeir skipuleggi allt fyrir okkur! Annars er það svo matur heima hjá Evu appelsínu á eftir... mmmmm ég er komin með alveg í ..#$&.. af öllum þessum skyndibita.

Hífopp...

popquiz... man einhver eftir því hvað ég skrifaði á ákveðið net fyrir akkúrat 1 ári síðan??? Og hvað hrikalega margt er búið að gerast síðan þá ;)

föstudagur, desember 09, 2005

You know what they say...

Það er eins og þeir segja í Idol.. "Ákvörðun dómnefndar þarf á engan hátt að endurspegla val þjóðarinnar." Og það er bara hægt að heimfæra þetta beint á nokkuð nýlokið prófið hérna í Háskóla Íslands.. "KENNSLA OG VERKEFNI VETRARINS ÞURFA Á ENGAN HÁTT AÐ ENDURSPEGLA ÞAÐ SEM KEMUR Á PRÓFI." Anyone been there?. Eru alvöru kennarar að kenna í HR? Þá meina ég sko kennaramenntaðir kennarar? Ég þarf ekkert smá að taka einn sundsprett með Þorgerði Katrínu :) :)

Maður verður bara að vona sitt besta ;)

Annars koma hér baráttukveðjur til þeirra sem eru á leiðinni í Lögfræði A!! Lesi lesi les;)

föstudagur, desember 02, 2005

65%

Mammsla skrapp til London og kom heim með sitthvað fallegt fyrir mig og börnin sín en það sem stóð upp úr er APINN sem hún gaf mér. Þess má get að hann sefur á milli hverja nótt og fékk að fara í bíltúr um daginn að ná í Stínu, með belti og derhúfuna sína. Hann heitir Palli og er þvílíkt sætur, svona eins og apinn á msn-inu mínu.

Ég var svo að hugsa í gær í sambandi við þetta karla og kvennalæti.. væri ég ekki pirruð ef allir strákar í háskólanum gætu fengið 10 í einkunn fyrir prófin sín en við stelpurnar bara 6,5. Væri ég ekki búin að gera allt bandbrjálandi vitlaust með verkföllum og alls konar stússi!

My thought: Konur á vinnumarkaðnum eru að láta rúlla yfir sig!!! Við tökum þessu allt of létt!

Bara svona að pæla....;)

mánudagur, nóvember 21, 2005

Talandi um orðóheppni!

Fólk er að kvarta undan bloggleysi! Mig dreymdi um daginn að ég ætti apa sem hét Palli þannig að ég er búin að ákveða að ef ég eignast apa þá á hann að heita Palli. Ég er líka búin að komast að því að dýr eru virðisaukaskattskyld. Ég er líka búin að komast að því hvað mig langar að gera eftir BS og líka hvað HÍ og menntakerfið hér er fucked up.

En saga kvöldsins er þessi: Hversu óheppin getur ein manneskja verið með orð þegar hún talar við kennara sinn... án þess nokkuð að vera að hugsa um kennarann á annan hátt en faglegan...

Kennari: Getur einhver sagt mér hvað á að standa þarna fyrst, upphæðina á höfuðstólnum...
Nemandi: Ég get nottla bara sent þér það í gegnum msn!

Kennari: Oh það er eitthvað að USB lyklinum dísús..!
Nemandi: Prófaðu bara að taka hann ÚT og setja hann INN aftur!!

Kennari: Jæja stelpur, eruð þið eitthvað orðnar hressari (eftir stóra kvörtunarræðu)
Nemandi: (Réttir snakkpoka fram) Viltu... það er reyndar búið en þú getur bara SLEIKT!

Þetta nottla bara made my day!!

sunnudagur, október 30, 2005

Krumpers vs. Clowns

Hversu gaman var í gær. Fór með Önnu Gyðu og Caitlin á RIZE sem er ofsalega flott heimildamynd um KRUMP dancin'. Skemmtum okkur vel í dillerí í sætunum og svo fórum ég og Anna í heimsókn í íbúðina til Aldísar og hittum Evu þar líka. Aldís var svo dugleg að festa kaup á þessari ótrúlega sætu íbúð og ketti með!! Hún er svo sæt litla kisan hennar... veit hún saknar mín... við áttum ótrúlega góðar stundir saman *knús*. Svo voru stelpurnar líka bara svona hressar! Eva er samt ekki besti vinur kattanna.. en það geta ekki allir verið vinir skiluru cut. En þegar maður fer að hugsa um það þá segir Eva alltaf "cut" sem er á íslensku "kött" og ég veit ekki alveg hvort það sé einhver hidden míníng í þessu hjá henni. Annars er ég enn að átta mig á þessu með úrhellið og regnbogann. Svo er það bara þannig að þegar maður er að hugsa hvort eitthvað er frádráttarbært að þá er miklu skemmtilegra að hugsa hvort einhver dráttur hafi verið frá..bær. En þetta er svona eitthvað kött líka míníng. Held að ég þurfi að fara að "get krumped" til að ná þessu úr mér. Við fórum líka á Hótel Örk í þennan fína mat og letirí og sonnnna á fös.. það var alveg hrikalega næs. Þá er bara að athuga hvort hægt sé að koma öllum þessum skilaverkefnum úr hlaði.

Bing

sunnudagur, október 23, 2005

Veiki maðurinn

Ég hef bara aldrei upplifað það leiðinlegra... mikið hrikalega er leiðinlegt að vera veikur.. Eva sendi mér samt svona töfratöflur frá Amríke og þetta er allt að koma. Takk fyrir það bebílove!!!! Ég bara er ekki týpan í að liggja og gera EKKERT svona hrikalega lengi! Eins gott að ég ákvað að spara og kaupa mér ekki armband á airwaves! Hef ekki einu sinni getað hangið á netinu fyrr en í dag!